Færi til Brasilíu ef þetta væri búið

Jose Mourinho
Jose Mourinho AFP

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var vitaskuld ánægður með stigin þrjú sem lærisveinar hans nældu í á heimavelli gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Romelu Lukaku skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri í erfiðum leik. 

„Ég er ánægður með stigin þrjú. Þetta var erfiður leikur því þeir fengu einn auka dag í hvíld og því voru þeir ferskari. Við fengum samt sem áður góð færi. Martial fékk mjög gott færi og Rashford hefði getað skorað glæsilegt mark,"

Þrátt fyrir að United sé ellefu stigum frá grönnum sínum í City, ætlar Mourinho ekki að gefast upp. 

„Við spilum leik eftir leik og við reynum alltaf að vinna. Næsti leikur er gegn WBA og hann verður erfiður. Deildin er fram í maí og ég myndi fara til Brasilíu í frí ef þetta væri búið núna," sagði Mourinho. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert