City með bestu byrjunina í 57 ár

Pep Guardiola hefur farið á kostum með City.
Pep Guardiola hefur farið á kostum með City. AFP

Manchester City er að brjóta blað í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en í gær vann liðið sinn 15. leik í röð og hefur ekkert lið afrekað það í sögunni.

City er með 49 stig eftir fyrstu 17 leikina og er það besta byrjun í sögu efstu deildar á Englandi. Fara þarf aftur til ársins 1960 til þess að finna betri byrjun, en þá fékk Tottenham 46 stig eftir fyrstu 17 leikina.

Þá nálgast City metið í Evrópu yfir lengstu sigurgöngu, en metið á Bayern München sem vann 19 leiki í röð tímabilið 2013-2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert