Lukaku átti að fá rautt

Nathan Ake og Romelu Lukaku eigast við í gær.
Nathan Ake og Romelu Lukaku eigast við í gær. AFP

Romelu Lukaku skoraði sigurmark Manchester United í 1:0-sigrinum á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær, en var heppinn að fá að klára leikinn að mati Eddie Howie, stjóra Bournemouth.

Lukaku skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu, en hann fékk gult spjald á 43. mínútu. Howie segir að Lukaku hafði brotið af sér áður á þá leið að það hefði verðskuldað annað gult spjald, en svo fór ekki.

„Hann kom allt of seint í tæklingu á Nathan [Ake] og ég benti fjórða dómaranum á það. Svo stuttu síðar braut hann af sér sem var klárt spjald, en hefði átt að vera hans seinna. Hann hefði átt að vera fokinn af velli,“ sagði Howie og var ósáttur út í dómarann Graham Scott.

„Dómarinn missti af nokkrum mikilvægum atvikum. Ég vil ekki vera að velta mér upp úr dómurum enn einu sinni, en ég get ekki horft fram hjá þessu,“ sagði Howie.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert