Mourinho gæti verið í vandræðum

José Mourinho og Pep Guardiola koma skilaboðum áleiðis í leiknum.
José Mourinho og Pep Guardiola koma skilaboðum áleiðis í leiknum. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur krafist svara frá José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, vegna ummæla frá Portúgalanum fyrir leikinn gegn Manchester City um síðustu helgi. 

Mourinho skaut á City-liðið og sagði smá vind vera nægilega mikið til að leikmenn þess létu sig falla í grasið. 

„Manchester City er með gott lið sem verst vel og sækir vel. Það eru frábærir leikmenn og magnaður þjálfari hjá félaginu. Ef það er einn hlutur sem mætti bæta er það að það þarf bara smá vind og leikmennirnir detta,“ sagði Mourinho á fréttamannafundi fyrir leikinn. 

Mourinho hefur fjóra daga til að svara fyrir ummælin, en hann gæti verið sektaður fyrir þau. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert