Lanzini kærður fyrir leikaraskap

Manuel Lanzini, til vinstri, í leik með West Ham.
Manuel Lanzini, til vinstri, í leik með West Ham. AFP

Manuel Lanzini leikmaður West Ham hefur verið kærður fyrir leikaraskap og gæti orðið annar leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni til að verða úrskurðaður í bann fyrir slíkt athæfi.

Argentínumaðurinn féll við í vítateignum eftir baráttu við Erik Pieters varnarmann Stoke og dómarinn dæmdi vítaspyrnu sem Mark Noble skoraði úr.

Enska knattspyrnusambandið hefur nú kært Lanzini fyrir leikaraskap eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi en í byrjun tímabilsins innleiddi enska knattspyrnusambandið þá reglu að dæma mætti leikmenn í leikbann fyrir leikaraskap.

Oumar Niasse framherji Everton varð fyrsti leikmaðurinn til að verða úrskurðaður í bann fyrir leikaraskap en hann fékk tveggja leikja bann fyrir dýfuna sem hann tók.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert