„Okkur stendur ógn af Gylfa“

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Ljósmynd/Everton

Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur varað sína menn við Gylfa Þór Sigurðssyni en Swansea sækir Everton heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Gylfi mætir sínum gömlu félögum í Swansea í fyrsta skipti frá því hann yfirgaf velska liðið í sumar en Gylfi og Everton-liðið hefur verið á góðu skriði á undanförnum vikum.

„Gylfi hefur náð sér vel á strik í síðustu leikjum Everton-liðsins eftir að hafa lent í smávandræðum til að byrja með. Okkur stendur ógn af honum en Everton er með marga aðra góða leikmenn eins og Wayne Rooney og Aaron Lennon sem er aftur kominn í liðið.

Þá er Everton með nokkra góða unga leikmenn í liðinu svo okkar bíður erfiður leikur,“ segir Clement en hans menn sitja í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar en Everton er í 10. sæti deildarinnar fer upp fyrir Watford með því að ná í stig í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert