Toppliðin spila í deildabikarnum

Liðsmenn Manchester City fagna marki.
Liðsmenn Manchester City fagna marki. AFP

Fjögur af fimm efstu liðunum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verða í eldslínunni í vikunni en þá verður spilað í átta liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar.

Manchester City, Manchester United, Chelsea og Arsenal eru öll eftir í keppninni en eina Íslendingaliðið sem er í átta liða úrslitunum er B-deildarliðið Bristol City sem landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon leikur með. Hörður og félagar, sem hafa verið á miklu skriði, fá Manchester United í heimsókn, sem á titil að verja.

Leikirnir í átta liða úrslitunum:

Þriðjudagur:
19.45 Arsenal - West Ham
19.45 Leicester - Manchester City

Miðvikudagur:
19.45 Chelsea - Bournemouth
20.00 Bristol City - Manchester United

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert