Karius orðinn aðalmarkmaður Liverpool

Jürgen Klopp og Karius ræða málin í gær.
Jürgen Klopp og Karius ræða málin í gær. AFP

Loris Karius er orðinn aðalmarkmaður Liverpool að sögn knattspyrnustjórans Jürgen Klopp. Simon Mignolet var aðalmarkmaður liðsins fyrir áramót en Karius spilaði gegn Manchester City um síðustu helgi.

Það var fyrsti leikur Karius í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Þjóðverjinn var gagnrýndur fyrir markið sem landi hans, Leroy Sané, skoraði í leiknum. Karius var þá illa staðsettur er Sané kláraði vel á nærstöngina. 

„Karius er númer eitt núna. Hann verður að spila vel til að halda sætinu,“ sagði Klopp sem varði markmanninn. „Það er erfitt að vera markmaður eða miðvörður hjá Liverpool því enginn fyrirgefur þér þegar þú gerir mistök. Hann hefði getað varið skotið frá Sané en þetta var heimsklassaafgreiðsla,“ sagði Klopp að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert