Lennon frá Gylfa til Jóhanns

Aaron Lennon er á leið í Burnley.
Aaron Lennon er á leið í Burnley. AFP

Enski kantmaðurinn Aaron Lennon er búinn að samþykkja kaup og kjör hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley og mun hann ganga í raðir félagsins frá Everton eftir læknisskoðun.

Everton ákvað að selja Lennon eftir kaupin á Theo Walcott frá Arsenal, en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Lennon kom til Everton frá Tottenham árið 2015 og skoraði sjö mörk í 63 leikjum. 

Hann hefur leikið 19 leiki á leiktíðinni, en ekki náð að skora. Jóhann Berg Guðmundsson leikur með Burnley og Gylfi Þór Sigurðsson með Everton. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert