Jóhann mætir United

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar mæta Manchester United í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar mæta Manchester United í dag. AFP

Átta leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Í fyrsta leik dagsins taka nýliðar Brighton á móti Englandsmeisturum Chelsea kl. 12:30.

Sex leikir fara fram kl. 15:00 en Íslendingaliðin tvö, Everton og Burnley, verða þar bæði í eldlínunni.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley taka á móti Manchester United kl. 15. Á sama tíma mæta Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton WBA á Goodison Park í Liverpool.

Lokaleikur dagsins er viðureign Manchester City og Newcastle kl. 17:30.

Í ensku B-deildinni mætir lið Aston Villa, með landsliðsmanninn Birki Bjarnason innanborðs, Barnsley. Jón Daði Böðvarsson, sem skoraði þrennu fyrir Reading í síðasta leik, mætir svo ásamt liði sínu Brentford.

Leikir dagsins:

Kl. 12:30 Brighton - Chelsea
Kl. 15:00 Burnley - Manchester United
Kl. 15:00 Everton - WBA
Kl. 15:00 Arsenal - C. Palace
Kl. 15:00 Leicester - Watford
Kl. 15:00 Stoke - Huddersfield
Kl. 15:00 West Ham - Bournemouth
Kl. 17:30 Manchester City - Newcastle

Enska B-deildin:

Kl. 15.00 Aston Villa - Barnsley
Kl. 15.00 Reading -  Brentford

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert