Ævintýri Bristol City lauk í kvöld

Hörður Björgvin Magnússon í baráttu við Bernardo Silva í kvöld.
Hörður Björgvin Magnússon í baráttu við Bernardo Silva í kvöld. AFP

Manchester City tryggði sér í kvöld farseðilinn í úrslitaleikinn í ensku deildabikarkeppninni á Wembley þegar liðið sló B-deildarliðið Bristol City út í undanúrslitunum.

Manchester City hafði betur á Ashton Gate í Bristol, 3:2, og vann einvígið samanlagt, 5:3. Andstæðingur Manchester City í úrslitaleiknum sem fram fer á Wembley 25. febrúar verður annaðhvort Chelsea eða Arsenal en þau eigast við á Emirates Stadium annað kvöld.

Manchester City komst í 1:0 á 42. mínútu með marki frá Leroy Sané. Markið skrifast að stóru leyti á Hörð Björgvin Magnússon. Hann reyndi að skýla boltanum upp við endalínu en ekki vildi betur en að Bernardo Silva stal boltanum af honum og kom honum á Sané sem skoraði með föstu skoti. Hörður fékk að gjalda fyrir mistök sín því honum var skipt út af í hálfleik.

Sergio Agüero kom City yfir í upphafi síðari hálfleiks en heimamenn sem hafa gert frábæra hluti í keppninni tókst að jafna metin áður en Kevin de Bruyne skoraði sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins.

Ævintýri Bristol City í deildabikarnum er þar með lokið en liðið gerði sér lítið fyrir og sló fjögur úrvalsdeildarlið úr leik, Watford, Stoke, Crystal Palace og Manchester United.

Sergio Agüero í baráttu við varnarmenn Bristol City í kvöld.
Sergio Agüero í baráttu við varnarmenn Bristol City í kvöld. AFP
Bristol City 2:3 Man. City opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er 5 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert