Heldur ævintýri Harðar áfram með Bristol?

Hörður Björgvin í baráttu við Kevin De Bruyne í fyrri …
Hörður Björgvin í baráttu við Kevin De Bruyne í fyrri leiknum. AFP

Hörður Björgvin Magnússon og lið hans Bristol City sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu fær Manchester City, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, í heimsókn í kvöld í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins.

Fyrri leikur liðanna fór fram á heimavelli Manchester City og þar tapaði Bristol á hreint grátlegan hátt. Sig­ur­mark heimamanna í upp­bót­ar­tíma tryggði liðinu 2:1-sig­ur, en Bristol hafði verið yfir í hálfleik.

Hörður og fé­lag­ar í Bristol City hafa skapað sér aðdá­un­ar­vert æv­in­týri í enska deilda­bik­arn­um í vet­ur og slegið út fjög­ur úr­vals­deild­arlið, síðast Manchester United í 8-liða úrslitunum.

Sig­ur­veg­ar­inn í rimmunni í kvöld mæt­ir annaðhvort Arsenal eða Chel­sea í úr­slita­leik keppn­inn­ar í fe­brú­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert