Hvað gera City-menn í kvöld?

Leikmenn City fagna marki.
Leikmenn City fagna marki. AFP

Lokaleikurinn í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu fer fram í kvöld en þá tekur C-deildarliðið Wigan á móti Manchester City, verðandi Englandsmeisturum.

Liðin áttust við í eftirminnilegum úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley árið 2013 þar sem Wigan fagnaði sigri. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Í dag er Manchester City stórveldi og trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þar sem liðið hefur 14 stiga forskot á granna sína í Manchester United og hefur aðeins tapað tveimur leikjum í þeim 41 leik sem liðið hefur spilað í öllum keppnum á tímabilinu.

Wigan er hins vegar í öðru sæti í ensku C-deildinni en sigurvegarinn í leik kvöldsins mætir Southampton á heimavelli í 8-liða úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert