Hörður í byrjunarliðinu í jafntefli

Hörður Björgvin Magnússon skallar boltann að marki Fulham í kvöld.
Hörður Björgvin Magnússon skallar boltann að marki Fulham í kvöld. Ljósmynd/Twitter-síða Bristol City

Bristol City gerði í kvöld 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Fulham í ensku B-deildinni í fótbolta. Aleksandar Mitrović kom Fulham yfir á 14. mínútu en Bobby Reid jafnaði fyrir Bristol á 35. mínútu og þar við sat. Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol City en var tekinn af velli á 74. mínútu.

Aron Einar Gunnarsson er ekki búinn að ná sér af meiðslum í ökkla og lék hann því ekki í 1:0-útisigri Cardiff á Ipswich. Með sigrinum styrkti Cardiff stöðu sína í 2. sæti deildarinnar og er nú fjögurra stiga munur á Cardiff og Birki Bjarnasyni og félögum í Aston Villa. Derby og Leeds gerðu 2:2-jafntefli á Pride Park og mistókst Derby því að komast upp fyrir Villa.

Topplið Wolves gerði 2:2 jafntefli á heimavelli við Norwich og er með 73 stig, Cardiff 64, Aston Villa 60, Derby 59, Fulham 56 og Bristol City 54. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert