Tveggja ára martröð

Saido Berahino tekur vítaspyrnu gegn Southampton en hún var varin …
Saido Berahino tekur vítaspyrnu gegn Southampton en hún var varin af Fraser Forster. AFP

Saido Berahino, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Stoke City, hefur gengið í gegnum ótrúlega markaþurrð.

Það eru að verða tvö ár liðin frá því Berahino skoraði síðast í ensku úrvalsdeildinni en þann 27. febrúar 2016 skoraði hann laglegt mark fyrir WBA á móti Crystal Palace.

Síðan þá hefur hann spilað 44 leiki í deildinni án þess að skora. Stoke keypti framherjann frá WBA fyrir 12 milljónir punda í janúar 2017 og hann hefur ekki náð að skora fyrir lið sitt. Stoke sækir Leicester heim í hádegisleiknum á morgun en Stoke er í fallsæti, situr í næstneðsta sæti deildarinnar.

Ferill Berahino hefur tekið ótrúlega dýfu niður á við en tímabilið 2014-15 skoraði hann 20 mörk í öllum keppnum með WBA og vann sér sæti í enska landsliðinu. Tottenham gerði ítrekaðar tilraunir til að kaupa leikmanninn en 23 milljóna punda tilboði í hann var hafnað af WBA.

Hann hefur á þessu tímabilið fengið mörg góð færi án þess að skora og það besta þegar hann tók vítaspyrnu á móti Southampton í september en hann klúðraði þeirri spyrnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert