Salah jafnaði árangur Suárez

Mohamed Salah fagnar marki sínu fyrir Liverpool gegn West Ham …
Mohamed Salah fagnar marki sínu fyrir Liverpool gegn West Ham United í dag. AFP

Mohamed Salah skoraði eitt marka Liverpool í öruggum 4:1-sigri liðsins gegn West Ham United í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Salah hefur þar af leiðandi skorað 31 mark í 37 leikjum í öllum keppnum á yfirstandandi leiktíð. Það er jafnmikið og Luis Suárez skoraði mest fyrir Liverpool á einni leiktíð, en það gerði úrúgvæski framherjinn leiktíðina 2013 til 2014.

Salah er jafnframt jafn Harry Kane, leikmanni Tottenham Hotspur, í efsta sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar á leiktíðinni. Salah og Kane hafa hvor um sig skorað 23 deildarmörk á þessari leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert