Tottenham slapp með skrekkinn

Tottenham Hotspur vann sanngjarnan 1:0-sigur þegar liðið mætti Crystal Palace í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Selhurst Park í hádeginu dag.

Það var Harry Kane sem skoraði sigurmark Tottenham Hotspur með laglegum skalla eftir hornspyrnu Christian Eriksen undir lok leiksins. Tottenham Hotspur hafði sótt nánast linnulaust í leiknum og loksins brast stíflan þegar Kane tryggði Tottenham Hotspur stigin þrjú. 

Kane er aftur einn í efsta sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar, en hann hefur nú skorað 24 deildarmörk á yfirstandandi leiktíð. Mohamed Salah, framherji Liverpool, kemur næstur með 23 mörk. 

Tottenham Hotspur hefur nú 55 stig í fjórða sæti deildarinnar, en liðið er tveimur stigum á undan Chelsea sem situr í fimmta sæti deildarinnar.

Manchester United er einu stigi á undan Tottenham Hotspur í þriðja sæti deildarinnar og Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með tveimur stigum meira en Tottenham Hotspur.   

Staðan í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti breyst með úrslitum í leik Manchester Unitd og Chelsea sem fram fer á Old Trafford og hefst klukkan 14.05 í dag. Leikur Manchester United og Chelsea verður í beinni textalýsingu á mbl.is.  

Cr. Palace 0:1 Tottenham opna loka
90. mín. Christian Eriksen (Tottenham) á skot sem er varið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert