Bikarleikir í hádeginu og í kvöld

Leikmenn Tottenham fara til Swansea í hádeginu í dag og …
Leikmenn Tottenham fara til Swansea í hádeginu í dag og freista þess að komast í undanúrslit bikarkeppninnar. AFP

Bikarkeppnin í knattspyrnu er í sviðsljósinu á Englandi um helgina en í dag fara fram tveir leikir í átta liða úrslitum hennar, ásamt því að fjórir leikir eru á dagskránni í úrvalsdeildinni.

Swansea og Tottenham mætast í fyrsta bikarleik helgarinnar en það er hádegisleikur dagsins klukkan 12.15 á Liberty-leikvanginum í Swansea.

Manchester United tekur síðan á móti Brighton á óvenjulegum tíma á laugardegi á Old Trafford en þar verður flautað til leiks klukkan 19.45 í kvöld.

Hinir tveir leikir átta liða úrslitanna verða á morgun þegar Wigan mætir Southampton og Leicester mætir Chelsea.

Í úrvalsdeildinni eru þessir fjórir leikir í dag:

15.00 Stoke - Everton
15.00 Bournemouth - WBA
15.00 Huddersfield - Crystal Palace
17.30 Liverpool - Watford

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert