United gerði nóg gegn Brighton

Lukaku kemur Man. Utd yfir.
Lukaku kemur Man. Utd yfir. AFP

Manchester United er komið í undanúrslitin í enska bikarnum í fótbolta eftir 2:0-sigur á Brighton á Old Trafford í kvöld. Romelu Lukaku og Nemanja Matic skoruðu mörkin hvor í sínum hálfleiknum.

Fyrri hálfleikurinn var mjög rólegur framan af og hvorugt liðið náði að skapa sér færi. Fyrsta markið kom þó eftir 37 mínútur og var það Lukaku sem skoraði það með skalla á fjærstöng eftir sendingu Matic. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. 

Brighton byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og fékk nokkur fín færi til að jafna leikinn. Sergio Romero stóð vaktina hins vegar vel á milli stanganna og skoraði Matic svipað mark og Lukaku hafði gert, á 83. mínútu. Ashley Young sendi boltann þá fyrir og Matic skallaði hann í netið. 

Frammistaðan var ekki sú besta hjá United og hefði jöfnunarmark hjá Brighton verið verðskuldað. Það breytir því ekki að United er komið í undanúrslit. 

Man. Utd 2:0 Brighton opna loka
90. mín. Leik lokið Ekki fallegasti sigurinn, en United er komið í undanúrslit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert