Stam rekinn frá Reading

Jaap Stam.
Jaap Stam. AFP

Enska B-deildarliðið Reading, sem landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson leikur með, rak í dag Hollendinginn Jaap Stam úr starfi knattspyrnustjóra.

Hvorki hefur gengið né rekið hjá Reading síðustu vikurnar. Liðið er án sigurs í níu deildarleikjum í röð og er í 20. sæti, þremur stigum frá fallsæti.

Á síðustu leiktíð komst Reading í umspil um sæti í úrvalsdeildinni undir stjórn Stam, sem á árum áður lék með liði Manchester United.

Axel Óskar Andrésson leikmaður U21 árs landsliðsins er einnig á mála hjá Reading. Hann var lánaður til Torquay fyrr á þessu tímabili og lék með fjóra leiki með liðinu fyrir jólin. Hann varð fyrir meiðslum í leik með U-23 ára liði Reading um mánaðarmótin janúar-febrúar og þurfti að gangast undir aðgerð á ökkla og verður ekki leikfær að nýju fyrr en í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert