Salah náði Ronaldo og félögum

Salah fagnar í dag.
Salah fagnar í dag. AFP

Egyptinn Mohamed Salah náði Alan Shearer, Luis Suárez og Cristiano Ronaldo í markaskorun ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar hann skoraði annað mark Liverpool í 2:2-jafntefli gegn WBA.

Nú hefur Salah skorað 31 mark í 33 deildarleikjum, sem er jafnmikið og Alan Shearer, Suarez og Cristiano Ronaldo hefur tekist að skora í 38 leikja deild.

Andy Cole og Alan Shearer eiga markametið í úrvalsdeildinni, 34 mörk. Cole skoraði 34 mörk 1993-94 og Shearer gerði það sömuleiðis ári síðar. Þá lék hvert lið 42 leiki í deildinni.

Salah hefur þrjá deildarleiki til þess að bæta markametið. Þetta var 41. mark Egyptans á leiktíðinni í öllum keppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert