Sunderland féll annað árið í röð

Lewis Grabban og félagar eru fallnir.
Lewis Grabban og félagar eru fallnir. AFP

Sunderland er fallið úr ensku B-deildinni í fótbolta eftir 2:1 tap fyrir Burton á heimvelli sínum í dag. Sunderland féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hefur því fallið tvö ár í röð.

Þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er Sunderland með 34 stig og aðeins sex sigra í 44 leikjum. 

Sunderland komst yfir í leiknum með marki Paddy McNair en Darren Bent og Liam Boyce skoruðu báðir undir lokin og snéru leiknum við og felldu Sunderland í leiðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert