Simeone rétti maðurinn fyrir Arsenal

Gary Neville vill sjá Diego Simeone taka við af Arsene …
Gary Neville vill sjá Diego Simeone taka við af Arsene Wenger. AFP

Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético Madrid, er rétti maðurinn til að taka við af Arsene Wenger sem stjóri Arsenal, samkvæmt Gary Neville. Neville, sem er fyrrverandi leikmaður Manchester United, vinnur nú sem sérfræðingur fyrir Sky Sports.

Wenger tilkynnti það á dögunum að hann muni hætta hjá Arsenal eftir 22 tímabil hjá félaginu. Luis Enrique, fyrrverandi stjóri Barcelona, hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem líklegur eftirmaður Wenger. 

„Luis Enrique hefur verið nefndur til sögunnar, en ég er ekki viss um að hann sé rétti maðurinn. Það er spurning hversu langt Arsenal getur náð undir stjórn Enrique. Ég tel að liðið geti náð lengra ef Simeone verður ráðinn.“

„Ár eftir ár hefur hann staðið sig mjög vel, þrátt fyrir að vera með mun minna fjármagn á milli handanna en Real Madrid og Barcelona. Hann gæti því staðið sig mjög vel hjá Arsenal, þó félög eins og Manchester City, Manchester United og Chelsea eyði meiri peningum,“ sagði Neville. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert