Ráða hann í ísraelska herinn

Mohamed Salah fagnar fyrra marki sínu í gærkvöld.
Mohamed Salah fagnar fyrra marki sínu í gærkvöld. AFP

Egyptinn Mohamed Salah hefur heillað margan knattspyrnuáhugamanninn með frábæri spilamennsku sinni með Liverpool á þessu tímabili.

Salah setti upp enn eina sýninguna í gærkvöld þegar Liverpool vann 5:2 sigur á móti Roma í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Salah skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp tvö.

Salah fékk óvæntan aðdáenda eftir sigurinn gegn Roma í gær en varnarmálaráðherra Ísraels skrifaði twitter-færslu eftir leikinn.

„Ég mun hafa samband við starfsmannastjórann og biðja hann um að ráða Mohamed Salah í ísraelska herinn,“ skrifaði Avigdor Lieberman varnarmálaráðherra Ísraels á twitter-síðu sína.

Salah hefur skorað 43 mörk í 47 leikjum með Liverpool á leiktíðinni í öllum keppnum og hann á góða möguleika á að slá markamet goðsagnarinnar Ian Rush sem skoraði 47 mörk á einni leiktíð með Liverpool tímabilið 1983-84.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert