Can gæti spilað gegn Real

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Þýski miðjumaðurinn Emre Can er byrjaður að æfa með aðalliði Liverpool og gæti náð úrslitaleik liðsins í Meistaradeild Evrópu gegn Real Madrid en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í mars.

Spurður hvort Can geti náð leiknum sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool:

„Það veltur á því hvernig hann bregst við. En leyfðu mér að svara þessu svona: Fyrir 10 dögum bjóst ég ekki við því að það yrði mögulegt að hann væri að gera það sem hann gerði í dag. Og að hann hefði getað gert það sem hann gerði í Marbella [í æfingaferð Liverpool á Spáni]. Hann lítur vel út. Það eru mörg jákvæð teikn á lofti en við verðum að bíða og sjá en dyrnar eru opnar,“ sagði Klopp.

„Það er mjög gott að fá hann aftur inn í hópinn. Við sjáum til,“ sagði Klopp.

Spurður um framtíð kappans sem hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Liverpool, en sterkur orðrómur hefur verið þess efnis að Can sé á leið til Juventus. Spurður um það sagðist Klopp ekki vita neitt.

„Ég hef ekki hugmynd. Það er ekki mikilvægt á þessu stigi,“ sagði Klopp.

Emre Can, lengst til vinstri, á æfingu liðsins í dag. …
Emre Can, lengst til vinstri, á æfingu liðsins í dag. Hinir eru Mohamed Salah og Dejan Lovren. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert