Pellegrini ráðinn stjóri West Ham

Pellegrini með treyju West Ham.
Pellegrini með treyju West Ham. Ljósmynd/West Ham

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hefur staðfest að Manuel Pellegrini er tekinn við sem knattspyrnustjóri liðsins.

West Ham greinir frá því á heimasíðu sinni að Sílemaðurinn hafi skrifað undir þriggja ára samning og tekur hann við liðinu af David Moyes sem var ekki endurráðinn.

Pell­egrini stýrði síðast liði Hebei China Fortu­ne í Kína en hann hefur þjálfað Villareal, Real Madrid, Malaga og Manchester City sem varð Englandsmeistari undir hans stjórn árið 2014.

„Ég er ánægður að bjóða Manuel Pellegrini til West Ham. Hann er einn virtasti þjálfari í heimi og við hlökkum til að starfa með honum. Það var mikilvægt að við réðum einhvern sem hefur reynslu og þekkingu á ensku úrvalsdeildinni,“ segir David Sullivan, stjórnarformaður West Ham, á heimasíðu félagsins.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert