Nýr stjóri tekinn við Sunderland

Jack Ross.
Jack Ross. Ljósmynd/@SunderlandAFC

Sunderland réð í dag eftirmann Chris Coleman í knattspyrnustjórastól félagsins. Skotinn Jack Ross var fyrir valinu, en hann kemur til félagsins frá St Mirren í heimalandinu.

Ross var valinn þjálfari ársins í skosku B-deildinni á leiktíðinni er hann kom St Mirren upp í deild þerra bestu. Ross var talinn líklegur til að taka við stjórninni hjá Ipswich Town, en Sunderland varð fyrra til. 

Jack Ross fær það verðuga verkefni að koma Sunderland aftur í deild þeirra bestu, en liðið mun leika í C-deildinni á næstu leiktið, eftir tvö föll í röð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert