Framtíðin ákveðin eftir HM

Javier Hernández ræðir við fjölmiðla.
Javier Hernández ræðir við fjölmiðla. AFP

Javier Hernández, framherji West Ham, ætlar að ákveða næst skref á ferlinum eftir HM í Rússlandi sem byrjar í næsta mánuði. Hernández á tvö ár eftir af samningi sínum við West Ham en hann kom til félagsins frá Bayern Leverkusen síðasta sumar.

Hernández missti sætið sitt í byrjunarliði West Ham undir stjórn David Moyes og bað hann um að fá að yfirgefa félagið í janúar. Síðan þá hefur Manuel Pellegrini tekið við, en Hernández er ekki viss hvort hann verði áfram hjá West Ham. 

„Ég er enn þá leikmaður West Ham en við verðum að sjá til. Ég er að hugsa um HM eins og er," sagði hann á fréttamannafundi mexíkóska landsliðsins í Los Angeles. En finnst Hernández ráðning Pellgrini góð? „Ég veit það ekki," sagði sá mexíkóski. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert