Lichtsteiner í viðræðum við Arsenal

Stephan Lichtsteiner hefur spilað með Juventus frá árinu 2011.
Stephan Lichtsteiner hefur spilað með Juventus frá árinu 2011. AFP

Svissneski bakvörðurinn Stephan Lichtsteiner er í samningsviðræðum við enska knattspyrnufélagið Arsenal um að ganga til liðs við félagið en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Leikmaðurinn verður samningslaus í júní en hann hefur spilað með Juventus á Ítalíu frá 2011. Hann er 34 ára gamall og á hann að baki 98 landsleiki fyrir Sviss þar sem hann hefur skorað 8 mörk. Hann er fyrirlið landsliðsins og leikjahæsti núverandi leikmaður liðsins.

Unai Emery tók við knattspyrnustjórastarfinu hjá Arsenal í vikunni sem leið en hann vill styrkja varnarleik liðsins í sumar. Hector Bellerin hefur verið hægri bakvörður liðsins, undanfarin ár en hann var talsvert gagnrýndur fyrir sína frammistöðu á tímabilinu sem var að ljúka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert