Fekir gæti farið til Liverpool eftir HM

Nabil Fekir gæti farið til Liverpool eftir HM samkvæmt umboðsmanni …
Nabil Fekir gæti farið til Liverpool eftir HM samkvæmt umboðsmanni kappans. AFP

Nabil Fekir, sóknarmaður franska knattspyrnufélagsins Lyon gæti ennþá farið til Liverpool í ensku úrvalsdeildina en það er umboðsmaður kappans sem greinir frá þessu. Fekir var nálægt því að ganga til liðs við Liverpool áður en HM í Rússlandi hófst í síðustu viku en vandamál kom upp við læknisskoðun leikmannsins.

Liverpool reyndi að lækka verðmiðann á kappanum en Lyon tók ekki vel í það og dró sig út úr samningaviðræðunum. Félögin gætu því byrjað að ræða saman á nýjan leik, þegar heimsmeistaramótinu í Rússlandi lýkur í júlí. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool er mikill aðdáandi leikmannsins og lagði mikið kapp á að fá Fekir í sumar.

Fekir skoraði átján mörk og lagði upp önnur átta í 30 leikjum með Lyon í frönsku 1. deildinni á nýliðinni leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert