Steve Bould verður áfram hjá Arsenal

Steve Bould verður aðstoðarþjálfari Arsenal á næstu leiktíð.
Steve Bould verður aðstoðarþjálfari Arsenal á næstu leiktíð. AFP

Steve Bould, aðstoðarþjálfari enska knattspyrnufélagsins Arsenal verður áfram í herbúðum liðsins á næstu leiktíð en þetta var tilkynnt í dag. Hann hefur verið aðstoðarmaður Arséne Wenger hjá félaginu frá árinu 2012 en Wenger lét af störfum hjá Arsenal í vor þegar tímabilið á Englandi kláraðist.

Unai Emery var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins fyrr í þessum mánuði og var framtíð Bould í mikilli óvissu. Arsenal tilkynnti það svo í dag að Bould yrði áfram og myndi aðstoða Emery og þá mun Juan Carlos Carcedo einnig aðstoða Emery en hann var aðstoðarmaður Emery hjá PSG í Frakklandi og hjá Sevilla á Spáni á árunum 2013 til 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert