Lucas Torreira til Arsenal

Arsenal er búið að kaupa úrúgvæska miðjumanninn Lucas Torreira.
Arsenal er búið að kaupa úrúgvæska miðjumanninn Lucas Torreira. AFP

Miðjumaðurinn Lucas Torreira er á leiðinni til Arsenal frá Sampdoria. Kaupverðið er 26 miljónir punda en þetta staðfestir Massimo Ferrero forseti Sampdoria. 

Torreira er 22 ára Úrúgvæi og er í Rússlandi með landsliðinu. Talið er að hann skrifi undir hjá Arsenal þegar heimsmeistarakeppninni er lokið.

Torreira verður þriðji leikmaðurinn sem Unai Emery kaupir síðan hann tók við Arsenal í sumar. Áður hafði hann fengið Stephan Lichtsteiner frá Juventus og Bernd Leno frá Leverkusen. Þá er talið líklegt að varnarmaðurinn Sokratis Papastathopoulos verði tilkynntur sem leikmaður Arsenal á allra næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert