Martial í viðræðum við Juventus

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Anthony …
Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Anthony Martial yfirgefi Manchester United í sumar. AFP

Anthony Martial, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United er nú í viðræðum við ítalska stórliðið Juventus um að ganga til liðs við félagið en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Martial hefur ekki átt fast sæti í liði United síðan José Mourinho tók við liðinu sumarið 2016. Martial var í viðræðum við enska félagið um nýjan samning á dögunum en þær sigldu í strand og þykir nú næsta víst að hann muni yfirgefa félagið í sumar.

Martial kom til félagsins frá Monaco árið 2015 og hefur spilað tæplega 100 leiki fyrir félagið í öllum keppnum. Hann byrjaði 18 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði níu mörk og lagði upp önnur fimm. Verðmiðinn á honum er talinn vera í kringum 80 milljónir punda en hann hefur einnig verið orðaður við franska stórliðið PSG að undanförnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert