Silva að losa sig við fjóra leikmenn?

Marco Silva ætlar að hreinsa til í herbúðum Everton.
Marco Silva ætlar að hreinsa til í herbúðum Everton. AFP

Marco Silva var ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Everton á dögunum en hann tekur við liðinu af Sam Allardyce sem var látinn fara. Gylfi Þór Sigurðsson leikur sem kunnugt er með liðinu en miðlar á Englandi greina frá því í dag að Silva ætli sér að hreinsa til í herbúðum félagsins í sumar.

Ramiro Funes Mori er kominn til spænska liðsins Villarreal og þá eru þeir Morgan Schneiderlin, Ashley Williams, Wayne Roone og Yannick Bolasie allir sagðir vera á förum. Silva mun fá fjármagn til þess að styrkja leikmannahópinn í sumar en miðvörður er sagður efstur á óskalista portúgalska knattspyrnustjórans.

Þrátt fyrir slæma byrjun endaði Everton í  áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 49 stig og var fimm stigum á eftir Burnley sem tekur þátt í umspili um laust sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert