Adam með föst skot á Shaqiri

Charlie Adam er ekki hrifinn af Zherdan Shaqiri.
Charlie Adam er ekki hrifinn af Zherdan Shaqiri. AFP

Charlie Adam, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Stoke City, skaut föstum skotum á Xherdan Shaqiri sem gekk yfirgaf Stoke fyrir Liverpool á dögunum. Adam segir Shaqiri aldrei hafa staðið sig með Stoke þegar það skipti máli.

Adam gagnrýndi leikmenn á síðustu leiktíð, áður en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni, án þess að nefna nöfn. Í viðtali við TalkSport var Adam spurður hvort hann átti við Shaqiri og svaraði Skotinn því játandi. 

„Shaqiri var klárlega einn af þeim sem ég átti við. Þegar það gengur illa viltu að stóru leikmennirnir geri eitthvað, það var ekki þannig á síðustu leiktíð. Þeir stóðu sig ekki vel þegar það skipti mestu máli,“ sagði Adam. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert