Valencia verður nýr fyrirliði United

Antonio Valencia var oftar en ekki með fyrirliðabandið á síðustu …
Antonio Valencia var oftar en ekki með fyrirliðabandið á síðustu leiktíð. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, gaf það í skyn að hægri bakvörðurinn Antonio Valencia muni bera fyrirliðaband liðsins á næsta leiktímabili en Michael Carrick, sem bar bandið í fyrra, lagði skóna á hilluna og gekk í þjálfarateymi Mourinho í sumar.

Valencia er 32 ára gamall og kom til United árið 2009 en hann hefur spilað yfir 300 leiki fyrir félagið. Hann bar fyrirliðabandið í fyrsta vináttuleik liðsins í nótt, 1:1-jafntefli gegn Club America frá Mexíkó.

„Valencia var með fyrirliðabandið í fyrra í fjarveru Carrick og ég held að hann verði fyrirliðinn,“ sagði Mourinho eftir leikinn.

„Þegar hann spilar ekki tökum við svo ákvörðun út frá því hver er á vellinum. Ef einhver af Chris Smalling, Ashley Young, Ander Herrera eða Juan Mata eru inn á, þá koma þeir til greina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert