Fabinho staðráðinn í að sanna sig

Fabinho kom ekki við sögu í fyrsta leik Liverpool á …
Fabinho kom ekki við sögu í fyrsta leik Liverpool á tímabilinu gegn West Ham. AFP

Fabinho, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er staðráðinn í að sanna sig hjá sínu nýju félagi en hann kom til Liverpool í sumar frá Monaco. Liverpool borgaði 44 milljónir punda fyrir miðjumanninn en hann sat allan tímann á  varamannabekk liðsins í 4:0-sigri Liverpool gegn West Ham um helgina á Anfield.

„Ég vissi það, þegar að ég kom til Liverpool, að það yrði samkeppni um allar stöður í liðinu og það er jákvætt fyrir liðið. Ef leikmenn meiðast þá erum við með nægilega stóran hóp til þess að fylla það skarð. Ég spilaði með mörgum miðjumönnum á miðsvæðinu á undirbúningstímabilinu og mér fannst það ganga vel.“

„Leikstíllinn hérna er öðruvísi en hjá Monaco. Í Frakklandi vorum við vanir að spila með tvo miðjumenn en hjá Liverpool eru þrír miðjumenn. Samherjar mínir á miðsvæðinu hafa hjálpað mér mikið sem og varnarmennirnir. Ég vissi það, þegar ég kom hingað, að hlutverk mitt myndi breytast og mér finnst ég hafa aðlagast vel og ég er staðráðinn í að sanna mig hérna,“ sagði leikmaðurinn að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert