Villa og Reading áfram í deildabikarnum

Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Aston Villa í kvöld.
Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Aston Villa í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yeovil Town tók á móti Aston Villa í 1. umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu í kvöld á Huish Park en leiknum lauk með 1:0-sigri Aston Villa.

Það var Conor Hourihane sem skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu og Villa er því komið áfram í næstu umferð. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Aston Villa í kvöld.

Þá tók Reading á móti Birmingham City á Majeski-vellinum þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi, 2:0. Yakou Meite kom heimamönnum yfir á 11. mínútu og John Swift tvöfaldaði forystu Reading á 72. mínútu. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og Reading fer því áfram í næstu umferð. Jón Daði Böðvarsson sat allan tímann á varamannabekk Reading í kvöld og kom ekki við sögu í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert