Drinkwater á leið til Þýskalands?

Danny Drinkwater hefur fengið leyfi til þess að yfirgefa Chelsea.
Danny Drinkwater hefur fengið leyfi til þess að yfirgefa Chelsea. AFP

Danny Drinkwater, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, er í dag orðaður við Schalke í þýsku 1. deildinni. Drinkwater á ekki framtíð hjá Chelsea og er Maurizio Sarri, nýráðinn stjóri liðsins, tilbúinn að leyfa honum að fara.

Félagaskiptaglugginn á Englandi er lokaður og því þarf Drinkwater að finna sér nýtt land til þess að spila í, vilji hann fara. Chelsea borgaði Leicester City 35 milljónir punda fyrir leikmanninn, síðasta sumar, en hann hefur engan veginn staðið undir væntingum.

Hann hefur aðeins komið við sögu í tólf leikjum með Chelsea þar sem hann hefur skorað eitt mark en hann er 28 ára gamall og varð enskur meistari með Leicester City árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert