Maitland-Niles brákaði bein í fæti

Ainsley Maitland-Niles verður frá næstu sex til átta vikurnar.
Ainsley Maitland-Niles verður frá næstu sex til átta vikurnar. AFP

Ainsley Maitland-Niles, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, var í byrjunarliði Arsenal um síðustu helgi þegar liðið tapaði 2:0 fyrir Manchester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Maitland-Niles þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 35. mínútu en félagið staðfesti í dag að leikmaðurinn hefði brákað bein í vinstri fæti. Hann verður því frá næstu sex til átta vikurnar vegna meiðslanna.

Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal en þeir Carl Jenkinson, Sead Kolasinac og Laurent Koscielny, varnarmenn liðsins, eru allir að glíma við meiðsli þessa dagana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert