Missir af leiknum gegn Íslandi

Kevin De Bruyne verður ekki með Belgum þegar að þær …
Kevin De Bruyne verður ekki með Belgum þegar að þær mæta á Laugardalsvöll 11. september næstkomandi. AFP

Kevin De Bruyne, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, verður frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla á hné en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. De Bruyne meiddist á æfingu liðsins í vikunni en City greinir frá því að leikmaðurinn þurfti ekki að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna. 

Leikmaðurinn er hins vegar með sködduð liðbönd og þarf að taka því rólega næstu mánuðina.
De Bruyne mun missa af leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli 11. september næstkomandi og þá verður að teljast ólíklegt að hann verði klár þegar Ísland sækir Belga heim, í sömu keppni, 15. nóvember.

De Bruyne kom við sögu í 52 leikj­um með City á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 12 mörk og lagði upp 21 mark fyr­ir liðsfé­laga sína. Hann var lykilmaður í liði Belga á heimsmeistaramótinu í Rússlandi þar sem Belgía endaði í þriðja sæti keppninnar eftr 2:0-sigur á Englandi í leik um þriðja sætið í Pétursborg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert