Góð byrjun Everton dugði til

Theo Walcott (lengst til vinstri) skorar hér fyrsta mark leiksins.
Theo Walcott (lengst til vinstri) skorar hér fyrsta mark leiksins. AFP

Everton vann 2:1-sigur á Southampton á Goodison Park í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá náðu Leicester, Tottenham og Bournemouth öll í sigra á sama tíma.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði heimamanna og spilað allan leikinn en Everton fór afar vel af stað. Theo Walcott skoraði fyrsta mark leiksins eftir stundarfjórðung og á 31. mínútu var staðan orðin 2:0 eftir að Brasilíumaðurinn Richarlison skoraði sitt þriðja mark í tveimur leikjum fyrir Everton.

Gestirnir minnkuðu muninn snemma í síðari hálfleik með skallamarki Danny Ings eftir hornspyrnu og áttu smá áhlaup eftir það. Þeim tókst þó ekki að setja annað mark og lokatölur því 2:1.

Tottenham tókst að kreista fram sigur gegn nýliðum Fulham, 3:1, á Wembley þar sem gestirnir voru síst lakari aðilinn lengst af. Lucas Moura kom Tottenham yfir undir lok fyrri hálfleiks en Aleksandar Mitrovic jafnaði metin snemma í þeim síðari. Heimamönnum gekk illa að brjóta á bak aftur varnarsinnað lið Fulham en það tókst að endingu, Kieran Trippier kom Tottenham yfir á 74. mínútu áður en markahrókurinn Harry Kane innsiglaði sigurinn á þeirri 77. Kane var þar með að skora í ágúst mánuði í fyrsta sinn á ferlinum en þessi frábæri framherji hefur skorað 156 mörk í 278 leikjum á ferlinum.

Úrslit
Everton - Southampton 2:1
Leicester - Wolves 2:0
Tottenham - Fulham 3:1
West Ham - Bournemouth 1:2

Harry Kane skoraði loks í ágústmánuði.
Harry Kane skoraði loks í ágústmánuði. AFP
Everton 2:1 Southampton opna loka
90. mín. Leik lokið Góð byrjun Everton reyndist nóg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert