Brighton fór illa með United

Leikmenn Brighton fagna í dag.
Leikmenn Brighton fagna í dag. AFP

Brighton vann 3:2-sigur á Manchester United á Amex-leikvanginum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Heimamenn fóru mikið betur af stað og skoruðu tvö mörk á tveggja mínútna kafla. Fyrst skoraði Glenn Murray af stuttu færi á 25. mínútu eftir fyrirgjöf Solly March áður en Shane Duffy bætti við marki úr hornspyrnu skömmu síðar.

Belginn Romelu Lukaku minnkaði muninn fyrir United á 34. mínútu en rétt fyrir hálfleik fengu heimamenn vítaspyrnu eftir að Eric Bailly braut á Pascal Groß inni í vítateig. Þjóðverjinn steig sjálfur á punkinn og skoraði.

Arfaslakt lið United náði ekki að gera sig líklegt til að minnka muninn í síðari hálfleik en Paul Pogba klóraði þó í bakkann úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Shane Duffy felldi Marouane Fellaini inn í vítateig. Fleiri urðu mörkin ekki og vann Brighton því frækinn sigur á rauðu djöflunum annað sinn í röð.

Brighton 3:2 Man. Utd opna loka
90. mín. Glenn Murray (Brighton) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert