Baráttusigur Liverpool á Selhurst Park

James Milner (t.v.) fagnar marki sínu úr vítaspyrnu á Selhurst …
James Milner (t.v.) fagnar marki sínu úr vítaspyrnu á Selhurst Park í kvöld. AFP

Liverpool vann 2:0-sigur á Crystal Palace á Selhurst Park í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. James Milner og Sadio Mané skoruðu mörkin.

Gestirnir fengu vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Mamadou Sakho felldi Mohamed Salah inn í vítateig. Fyrirliðinn James Milner steig á punktinn og skoraði örugglega, staðan orðin 1:0. Heimamenn í Crystal Palace virtust þó eflast við það að lenda undir og voru býsna sprækir í síðari hálfleik.

Þeir urðu þó fyrir áfalli stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar Aaron Wan-Bissaka fékk beint rautt spjald fyrir að fella Salah rétt utan vítateigs sem var sloppinn einn í gegn. Engu að síður héldu þeir áfram að reyna en að lokum innsiglaði Liverpool sigurinn þegar Sadio Mané slapp einn í gegn, rak knöttinn fram hjá Wayne Hennessey í marki Palace og skoraði í autt markið.

Liverpool hefur nú unnið báða leiki sína, er með fullt hús stiga og markatöluna 6:0.

Naby Keita eltur af Andros Townsend á Selhurst Park í …
Naby Keita eltur af Andros Townsend á Selhurst Park í kvöld. AFP
Crystal Palace 0:2 Liverpool opna loka
90. mín. Crystal Palace fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert