Neville sendi Woodward pillu í beinni

José Mourinho hefur verið mikið í umræðunni á Englandi að …
José Mourinho hefur verið mikið í umræðunni á Englandi að undanförnu. AFP

Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er ekki ánægður með Ed Woodward, stjórnarformann félagsins, þessa dagana. United tapaði illa fyrir Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina, 3:2, og Neville gagnrýndi Woodward harðlega í sjónvarpsþættinum „Monday Night Football“ sem var í beinni útsendingu í gærkvöldi fyrir hegðun hans á leiknum.

„Eftir að dómarinn flautaði til leiksloka í leik Brighton og United sat Ed Woodward áfram í heiðursstúkunni með uppgjafarsvip á sér. Stjórnarformaður félagsins á að standa upp í leikslok, taka í höndina á stjórnarformanni Brighton, brosa og ganga afsíðis.“

„Það eina sem ég sá hjá honum var pirringur og í raun hálfgerð vanvirðing við knattspyrnustjórann, José Mourinho. Það er mjög augljóst að það er eitthvað stirt sambandið á milli stjórans og forráðamanna félagsins.“

„United ákvað að framlengja samning sinn við Mourinho í janúar. Stjórnin átti þess vegna að sýna honum traust og kaupa þá leikmenn sem hann bað um í sumar. Ég er ekki að segja að félagið hafi ekki keypt fullt af leikmönnum fyrir hann, en ef þeir framlengdu á annað borð, og sýndu honum þannig stuðning, þá áttu þeir að sýna stuðning í verki og standa enn þá þéttar við bakið á honum,“ sagði Neville enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert