Chelsea ekki lengur með fullt hús

Mark Noble og Mateo Kovacic í baráttunni í dag.
Mark Noble og Mateo Kovacic í baráttunni í dag. AFP

Chelsea er ekki lengur með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir markalaust jafntefli við West Ham á útivelli í dag. Liverpool er því eina liðið sem er með fullt hús stiga eftir sex umferðir. 

Bæði lið fengu góð færi til að skora í dag, en Lukasz Fabianski og Kepa Arrizabalaga stóðu vaktina vel í markinu hjá sínum liðum. Kepa varði tvívegis vel frá Michail Antonio í fyrri hálfleik og Fabianski varði nokkrum sinnum virkilega vel, m.a frá Ross Barkley í uppbótartíma. 

Andriy Yarmolenko, sem skoraði tvö mörk á móti Everton í síðustu umferð, fékk besta færi leiksins en hann skallaði fram hjá úr markteig eftir sendingu Robert Snodgrass. Inn vildi boltinn hins vegar ekki og skipta liðin því stigunum með sér. 

Chelsea er í þriðja sæti með 16 stig, eins og Manchester City, tveimur stigum á eftir Liverpool. West Ham er í 17. sæti með fjögur stig. 

West Ham 0:0 Chelsea opna loka
90. mín. Willian (Chelsea) á skot framhjá Í þröngu færi og setur boltann langt framhjá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert