Mignolet í markinu gegn Chelsea

Simon Mignolet.
Simon Mignolet. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur staðfest að Belginn Simon Mignolet muni verja mark liðsins annað kvöld þegar liðið tekur á móti Chelsea í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu.

Mignolet hefur ekki staðið á milli stanganna hjá Liverpool frá því liðið tapaði fyrir WBA í bikarnum í janúar. Þjóðverjinn Loris Karius tók stöðu Belgans og lék í markinu það sem eftir var leiktíðarinnar.

Karius er nú horfinn á braut til Besiktas í Tyrklandi en brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Allison Becker kom í hans stað og hefur spilað alla leiki Liverpool á þessu tímabili. Brassinn hefur sýnt flott tilþrif og hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu sex leikjum Liverpool í deildinni en liðið hefur unnið þá alla.

Liverpool og Chelsea mætast aftur á sunnudaginn í deildinni en þá verður spilað á Stamford Bridge.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert