Þrjú ár liðin frá síðasta landsliðsmarki

Raheem Sterling.
Raheem Sterling. AFP

Raheem Sterling, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, vonast til að enda markaþurrðina með enska landsliðinu í kvöld þegar Englendingar mæta Spánverjum í Þjóðadeild UEFA.

Sterling hefur verið iðinn við að skora með Manchester City en honum hefur ekki tekist að skora mark fyrir enska landsliðið í þrjú úr eða frá því hann skoraði á móti Eistum í október 2015. Síðan þá eru liðnir 1.103 dagar en Sterling hefur ekki skorað í síðustu 27 leikjum Englendinga.

Sterling skoraði 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð fyrir Manchester City og hann hefur skorað 4 mörk á þessu tímabili.

Spánverjar hafa unnið báða leiki sína í Þjóðadeildinni og eru með 6 stig en Englendingar og Króatar hafa eitt stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert