Enn meiðast leikmenn Liverpool

Naby Keita.
Naby Keita. AFP

Naby Keita leikmaður Liverpool fór meiddur af velli þegar hann lék með landsliði Rúanda gegn Gíneu í undankeppni Afríkukeppninnar í dag.

Keita tognaði læri og þurftu liðsfélagar hans að bera hann af velli þar sem engar sjúkrabörur voru til staðar á leikvellinum.

Keita er þriðji leikmaður Liverpool sem verður fyrir meiðslum í Afríkukeppninni en Mohamed Salah tognaði í vöðva í fæti og Sadio Mané braut þumalfingur.

Þá hefur hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk spilað síðustu leiki með brákað rifbein. Hann tekur ekki þátt í vináttuleik Hollendinga og Belga í kvöld en vonir standa til að hann verði klár í slaginn gegn Huddersfield um næstu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert