Fabregas í heimsmetabókinni í annað sinn

Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. AFP

Spánverjinn Cesc Fabregas er í Heimsmetabók Guinness árið 2019 en enginn hefur verið fljótari að gefa 100 stoðsendingar á samherja sína í ensku úrvalsdeildinni. 

Fyrra metið var í eigu Ryan Giggs en Fabregas sló það á gamlársdag 2016 í sínum 293. leik í deildinni. Giggs hafði leikið 74 leikjum meira fyrir Manchester United þegar hann setti metið. 

Heimsmetabókin miðar við nafnabreytingu sem varð á efstu deild í Englandi árið 1992. 

Áður komst Fabregas í heimsmetabókina fyrir atriði sem hann og Jamie Redknapp framkvæmdu í sjónvarpsþætti árið 2017. 

Fleiri met sem tengjast ensku deildinni eru í bókinni 2019. Mohamed Salah á til dæmis tvö met. Annars vegar flest mörk í deildinni á tímabili, 32 talsins, og flestir leikir á tímabili þar sem sama leikmanni tekst að skora, sem voru 24. Þessi met fara heldur ekki lengra aftur en til 1992. 

Þá setti Manchester City stigamet þegar liðið náði 100 stigum. Vann flesta leiki eða 32 og skoraði flest mörk eða 106. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert